Friday, April 29, 2011

Royal Wedding

Kate Middleton leit svo sannarlega út eins og prinsessa í þessum æðislega fallega kjól úr smiðju Sarah Burton. Hann var svo fullkominn á hana, fallegur litur, sýndi hæfilega mikið og granna mittið hennar fékk að njóta sín. 
Pippa Middleton, systir Kate, var einnig glæsileg í Sarah Burton kjól. En mér finnst alls ekki við hæfi að hún hafi klæðst hvítu, finnst að það eigi að halda í þá hefð að aðeins brúðurinn klæðist hvítu.
Margir hafa sett út á Victoriu Beckham fyrir þetta outfit en mér finnst það mjög klassískt og fallegt. Er ég ein um að finnast þessi hattur flottur?
Mér fannst Beatrice æðisleg í Valentino og hatturinn geggjaður! Veit ekki alveg með Vivienne Westwood dressið hennar Eugenie en mér finnst skórnir hennar mjög flottir. 

Horfðuð þið á brúðkaupið?

Thursday, April 28, 2011

Vogue vs. Kate

Kate Moss á forsíðu maí heftis franska Vogue. Alltaf jafn heit!
 1996 og 2011!
Ég er lélegur bloggari, I know! Búið að vera brjálað að gera (As in, ég er búin að vera ógeðslega löt) en ég lofa að fara að bæta mig.. Kem með outfit færslu á morgun!

Thursday, April 21, 2011

Uppboð!

Er með uppboð á nokkrum fötum og skóm inná facebook.
Uppboðið líkur á miðnætti í kvöld!
Verið dugleg að bjóða :)
Tjékk it át HÉR

Thursday, April 14, 2011

Color splash

Mynd: Eurowoman.dk

Mynd tekin af ljósmyndara Eurowoman á laugardagskvöldinu á RFF. Gaman að vera í flokki með jafn flottum konum og Maríu Birtu og Jules Kim.
Jakki - Monki / Samfestingur - Spúútnik / Skór - H&M / Clutch -Hósiló

P.S. Tjékkið á UPPBOÐINU á facebook. Vantar að losna við allt!

Monday, April 11, 2011

Margaux Lonnberg

Ekki í fyrsta, og örugglega ekki síðasta, skipti sem ég pósta um Margaux Lonnberg. Hún er svo mikið girl crushið mitt og ég bara fæ ekki nóg! Love her!

P.S. Ein spurning.. veit einhver hvar maður getur fengið flotta floppy hatta hér á landi? I.must.get.one!



Follow Style Party

Sunday, April 10, 2011

Laugardags

Jakki & Sokkabuxur (nýtt!) - Sautján / Kjóll - H&M

Outfit gærdagsins. Kíkti með Maríu vinkona í Kolaportið þar sem við gerðum ótrúlega góð kaup. Svo var kíkt í afrískaböku á Saffran (sem er best!) og svo saumó um kvöldið. Kósý og góður dagur með uppáhalds fólkinu.
Vona að allir hafi átt góða helgi!

Thursday, April 7, 2011

Uppboð!

Er með uppboð á nokkrum fötum sem mér vantar að losna við!
Fyrsta boð er 300kr!
Endilega bjóðið. Líka hægt að kaupa strax svo ekki vera feimin við að skjóta á e-ð verð :)


Tjékk it át HÉRNA


BerlinFashion.TV


Tuesday, April 5, 2011

Color blocking


 Jakki - Monki / Samfestingur & hringur- Spúútnik / Skór - H&M / Eyrnalokkar - Accessorize / Varalitur - Morange by MAC / Naglalakk - Tiger


Outfit laugardagskvöldsins. Ákvað að prófa smá color blocking þar sem ég fann þennan samfesting í Fatamarkaði Spúútnik á föstudaginn, sem er btw, algjör fjársjóðskista!

Mynd: Hlín/Bleikt.is

Í gær var mér boðið á Trend Forecast fyrirlestur hjá Eddu Guðmundsdóttur í Saltfélaginu. Rosalega áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur um það helsta sem verður í tísku vor/sumar 2012.
Ég mun kannski taka fyrir það helsta sem kom fram í fyrirlestrinum hérna á næstu dögum.
Annars er bara brjálað að gera hjá mér þessa dagana, finnst ég varla hafa stoppað til að anda síðustu vikuna! En ég er með fullt af spennandi verkefnum í gangi sem ég á eftir að deila með ykkur, svo þið afsakið ef ég verð soldið léleg að blogga á meðan!

Sunday, April 3, 2011

Just the beginning..

 Leðurjakki & Skyrta - Fatamarkaður Spúútnik / Buxur - Vero Moda / Skór - JC Lita / Skart - Accessorize

Outfittið sem ég var í á föstudagskvöldið á RFF. Ég gerði ótrúlega góð kaup á Fatamarkaði Spúútnik, þessi búð er algjör gullnáma! Keypti einnig skyrtu þar ásamt samfesting sem ég var í í gærkvöldi. Set inn myndir af því á morgun. En ég gæti nánast grátið að þessi helgi sé búin, hún er búin að vera algjör draumur frá byrjun til enda! Er búin að fá að kynnast ótrúlegu fólki og mynda sambönd sem munu án efa nýtast mér í framtíðinni. 

Susie Lau (Style Bubble), ég, Ingó og Jules Kim (Bijules). Mynd - Bragi Kort

Ég endaði svo þessa geðveiku helgi á að kíkja á Laundromat í kaffi með Maríu minni þar sem ég rakst á Jules Kim. Hún er algjört æði, svo down to earth og yndisleg. Mæli enn og aftur með hönnuninni hennar!
Svo kíktum við í afrískaböku á Saffran og enduðum feitar á Vesturbæjarís (það má þegar veðrið er svona gott!).
Nú tekur bara ný vinnuvika við ásamt nýjum og spennandi verkefnum. Lífið er ljúft krakkar!

Friday, April 1, 2011

RFF is here!

 Vesti - Álnavörubúðin / Jakki - Warehouse / Buxur - Vero Moda / Skór - JC Lita / Varalitur - Bodyshop #59

Átti eftir að pósta þessum myndum. Var í þessu þegar ég fór á fund með ritstjórn bleikt.is á miðvikudaginn. Við fórum í gær á private blaðamanna reception á Hótel Borg í tilefni RFF, en bleikt.is var eini íslenski fjölmiðillinn á staðnum sem var mikill heiður. Verð að viðurkenna að ég var semí star struck þegar inn löbbuðu Susie Lau frá Style Bubble, Yvan Rodic og fleiri þekktir. Spjallaði heillengi við Susie og tók einnig viðtal við hana fyrir bleikt.is. Hún er algjört æði og rosalega gaman að spjalla við hana. Spjallaði einnig við Jules Kim, æðislegan skartgripa hönnuð sem hannar undir nafninu Bijules. Geðveik hönnun sem að ég mæli með að þið kynnið ykkur.
Annars sit ég bara núna hérna á Laundromat café og undirbý mig fyrir kvöldið. Get ekki beðið eftir að sjá sýningar kvöldsins og vonast til að hitta eitthvað af ykkur kæru lesendur og aðra bloggara!
Sjáumst í Hafnarhúsinu!